Verkfæralausnir-Verkfæri heimilisins
 
Leit

Verkfæri heimilisins

Verkfæri heimilisins

 

 

Verkfæri heimilisins 

Í þessu myndbandi fer hann Aron Ómars yfir nokkur af praktískustu verkfærunum fyrir verkefni heimilisins. Hvort sem það eigi að hengja upp hillur, festa vegglista, mæla fyrir sófa í stofuna eða tengja þvottavélina, svo fátt eitt sé nefnt. Hér að neðan ætlum við að lista upp hvert verkfæri fyrir sig, og koma með örlítinn fróðleik í leiðinni. 

 

 

Byrjum á málbandinu,

Málböndin frá Stabila eru frábær til þess að hengja upp myndir eða hillur eða mæla fyrir hlutum, en þau fást frá 3 til 10 metra á lengd. Þú getur skoðað málböndin frá Stabila hér

 

Því næst er það hallamálið,

en það er á hreinu að það er algjör skyldueign á hvert heimili. Hallamálin eru nauðsynlegt til þess að hafa hlutina þráðbeina á sínum stað. Við eigum margar tegundir hallamála frá Stabila, en þú getur skoðað úrvalið hér

 

Því næst er það rörtöngin,

en hún getur komið að góðum notum við að tengja þvottavélina eða losa rör undir vöskum. Við eigum úrval rörtönga frá 1” til 12” sem þú getur skoðað hér

 

Mikilvægi hamars þekkja allir,

en hann kemur að góðum notum við upphengingar á veggi eða festingar á gólflistum. Hvort sem þú þarft hamar með klauf, kúluhamar eða munnhamar, þá finnur þú þá hér

 

Borvélin þarf að vera til á öllum heimilum,

og þá meinum við þarf! Við eigum borvélar bæði með eða án höggs, svo þitt er valið! Þú getur séð úrvalið hér

 

Því næst er það skiptilykillinn,

en hann er góð og ódýr lausn til þess að eiga marga lykla í einu verkfæri. Við eigum skiptilykla frá 4” til 18”, svo þú ættir að finna hinn fullkomna skiptilykil hér

 

Ef þú vilt allt í einum pakka þá mælum við með skrúfjárnasetti,

en í þeim finnur þú öll algengustu skrúfjárnin saman komin. Eins og áður, eigum við úrval af slíkum settum, og ættir þú að geta fundið þitt hér

 

Síðast en ekki síst er það topplyklasettið,

en það er hentugt þegar þarf að herða á boltum og róm á sem dæmi sófum og stólum. Þú getur nálgast úrvalið með því að smella hér

 

Segðu okkur hvað þér finnst
Blogg skjalasafn
Filters
Sort
display