Verkfæralausnir-Stoltir styrktaraðilar Arons Ómarssonar
 
Leit

Stoltir styrktaraðilar Arons Ómarssonar

Stoltir styrktaraðilar Arons Ómarssonar

 

Verkfæralausnir er stoltur styrktaraðili Aron Ómarssonar, sem er sjöfaldur Íslandsmeistari á torfæruhjólum. Í meðfylgjandi myndbandi segir Aron okkur hvernig hann byrjaði sinn feril á torfæruhjólum.

 

“Ég byrjaði eiginlega bara að hjóla fyrir slysni. Það var þannig að fyrir akkúrat 20 árum síðan að mamma og pabbi áttu sumarbústað, sem ég var alveg hættur að nenna að fara með í. Og til þess að reyna að lokka mig með þeim í sumarbústaðinn þá ákváðu þau að gefa mér vespu. Svo kom bara seinna í ljós þegar að ég var að hjóla á vespunni að þetta var engin vespa, þetta var mótorcross hjól. Og þá var eiginlega ekki aftur snúið.”

 

20 árum síðar er Aron sjöfaldur Íslandsmeistari sem hefur keppt út um allan heim. Hann hefur keppt í erfiðustu keppni heims, stofna íþróttafélag og situr í stjórn mótorsportssambandi Íslands. Ásamt því er Aron búinn að vera fyrirliði íslenska landsliðsins og er í dag liðstjóri íslenska landsliðsins. 

 

Aron Ómarsson

 

Fyrir keppni tekur Aron 1-2 daga í að yfirfæra hjólið, og velur hann verkfæri frá Verkfæralausnum því þar finnur hann öll verkfæri sem honum mögulega vantar. Við getum með sanni sagt að við erum stoltir styrktaraðilar Arons og óskum honum góðs gengis í framtíðinni!

 

 

Segðu okkur hvað þér finnst
Blogg skjalasafn
Filters
Sort
display