Í meðfylgjandi myndbandi sýnir Aron, sem er sjöfaldur Íslandsmeistari á torfæruhjólum, hvernig við tökum afturfelguna á hjólinu, setjum hana aftur á og stillum keðjuna. Til þess þarf skrall og 27 mm topp, 10 mm fastan lykil og 13 mm fastan lykil. Þú getur lesið þér til um skrefin hér fyrir neðan, en við mælum með því að skoða myndbandið. Sjón er sögu ríkari!
Til þess að taka dekkið af:
- Það sem Aron byrjar á að gera er að þrýsta bremsudælunni inn og losar þannig bremsuklossana frá bremsudisknum. Þannig er auðveldara að renna afturdekkinu af.
- Því næst tekur Aron 27 mm topp og skrall og losar ronna á afturöxlinum.
- Þegar róin er orðin laus þá stingur Aron löppinni undir dekkið, lyftir því örlítið upp, rennir aftur öxlinni úr, tekur keðjuna af tannhjólinu og þar með er felgan laus frá.
Til þess að setja dekkið aftur á og stilla keðjuna:
-
Aron byrjar á að passa að bremsu diskurinn passi á milli bremsuklossana, því næst setur hann keðjuna upp á tannhjólið, finnur öxulinn og rennir honum inn í felguna.
- Því næst ýtir hann felgunni eins langt inn og hann getur, þar til stoppari stoppar á stilli skúfunni. Síðan tyllir hann rónni á með höndunum.
- Því næst er gott að athuga hvort felgan sé komin alveg fram áður en keðjan er stillt, og gerir Aron það með því að setja verkfæri á milli
tannhjóls og keðju, snúa dekkinu aftur á bak og þannig þrýstist aftur öxullinn alveg fram. Þar með er keðjan komin í fremstu stillingu og er þá tímabært að herða örlítið á rónni, en alls ekki mikið. - Til þess að vita hvort keðjan er rétt strekkt þá er góð þumalputtaregla að nota þrjá putta og stinga þeim fyrir aftan keðjusleðann. Ef það er bil á milli putta og keðju þá þarf aðeins að strekkja á henni.
- Til þess að stilla keðjuna notar Aron 13 mm fastan lykil og 10 mm fastan lykil. Sjón er sögu ríkari og mælum við með að kveikja á myndbandinu á mínútu 2:50 fyrir þá útskýringu.
- Þegar þrír puttar komast undir keðjuna án þess að mynda bil, þá erum við komin með rétta strekkingu á keðjunni.
- Það er mjög mikilvægt að stilli skrúfurnar séu rétt stilltar og séu í sama gati báðu megin, til þess að felgan sé ekki skökk. Aron gefur okkur einnig einfaldar leiðbeiningar til að fylgjast með því, og mælum við með því að þú kíkir á það í myndbandinu á mínútu 3:20.
- Áður en Aron tekur loka skrefið í að festa felguna á, þá gengur hann úr skugga um að felgan sé eins framarlega og hægt er. Það gerir hann með því að stinga aftur verkfæri á milli keðju og tannhjóls, snúa afturfelgunni aftur á bak, og herðir svo rónna.
Þá er felgan tilbúin!
Aron velur verkfæri frá Verkfæralausnum, því þar finnur hann öll verkfæri sem honum mögulega vantar.