Verkfæralausnir-Akstursíþróttasvæðið Sólbrekka
 
Leit

Aron Ómarsson & akstursíþróttasvæðið Sólbrekka

Aron Ómarsson & akstursíþróttasvæðið Sólbrekka

 

Verkfæralausnir eru stoltir styrktaraðilar Arons Ómarssonar, 7 falds íslandsmeistara á torfæruhjólum. Þegar Aron byrjaði á torfæruhjólum þá var lítið um brautir sem löglegt var að æfa sig í. Hann lét það þó ekki stoppa sig og tók málin í sínar hendur, og er útkoman akstursíþróttasvæðið Sólbrekka. 

 

Sólbrekka er heimabraut Arons, en í meðfylgjandi myndbandi segir hann okkur frá því hvernig sú braut varð til. Sólbrekka er stórmerkilegt svæði og er í senn elsta mótorcross braut landsins og við brautina stendur hús sem er gamalt gagnaver frá Bandaríska hernum.

 

“Þegar ég var að byrja að hjóla þá voru nánast engar brautir til að æfa sig í. Í hvert skipti sem ég fór út að hjóla þá endaði ég með lögguna á hælunum. Það kom sá tímapunktur að maður var orðinn þreyttur á því þannig ég fór og stofnaði íþróttafélag sem rekur þessa braut í dag, og ég er formaður félagsins. Hérna erum við búin að byggja upp eitt glæsilegasta akstursíþróttasvæði á landinu.”

 


 

Aron velur verkfæri frá Verkfæralausnum því þar finnur hann öll verkfæri sem honum mögulega vantar. Við mælum með því að þú smellir á myndbandið og sjáir Aron á heimavelli. 

 

 

Segðu okkur hvað þér finnst
Blogg skjalasafn
Filters
Sort
display